Segðu það með súkkulaði…

Elín og Sæmundur súkkulaði

Kökur og konfekt er lítið fjölskyldufyrirtæki rekið af hjónunum Elínu Guðný Hlöðversdóttur og Sæmundi Maríel Gunnarsyni.

Við sérhæfum okkur í að sérmerkja súkkulaðimola, súkkulaðisleikjóa og allskonar súkkulaðivörur. Einnig bjóðum við upp á sykurmassamyndir til þess að setja ofan á kökur, sérmerktar margenskökur og margt fleira.

Ástríða okkar liggur í að skapa upplifun fyrir viðskiptavini okkar svo þeir geta deilt minningum með sínum nánustu og þeim sem maður vill ekki gleyma 🙂

Við leitumst alltaf við að veita góða þjónusta og hlýtt viðmót.

Mottóið okkar er: ,,Segðu það með súkkulaði“.

Kökur og konfekt slf.
480311-0780
Vogatunga 55, 270 Mosfellsbær
Sími: +354 696-1986